Eldflaug, dreki, fallbyssa, póskassi og margt fleira fyrir Latabæjarsafn í Borgarnesi.
Fyrir nokkru gaf Magnús Scheving forstjóri í LATABÆ Flugsafninu nokkra gripi úr stúdíói Latabæjar sem nú hefur fengið nýtt heimilisfang. Því miður gátum við ekki nýtt okkur þessa hluti úr leikmynd Latabæjar nema að litlu leiti vegna þrengsla í Safninu, og var því ákveðið að gefa megnið af þessum stóru fallegu munum til Borgarness, en þar á að setja upp Latabæjarsafn. Það er því með ánægju að Flugsafnið sendi þessa flottu hluti þangað. Hins vegar verður flugvél Íþróttaálfsins hengd upp í safninu sem hluti af flugsögu Íslands.