Stiginn er strax kominn í notkun.
Safngripir eru af ýmsum toga. Það eru ekki bara flugvélar, heldur flest sem lýtur að flugi, jafnvel landgöngustigi eins og hér er á myndinni. Þessi stigi var notaður lengi á vegum Flugfélags Íslands og Flugleiða á Sauðárkróksflugvelli. Hann barst okkur fyrir nokkru. Hörður Geirsson formaður Flugsafnsins tók sig til og hreinsaði, skrapaði, rétti bogin handrið, smíðaði ný þrep, grunnaði og málaði. Hann naut liðsinnis Bergmundar Stefánssonar málmiðnaðarmanns og módelsmiðs við verkið. Árangur; frábær. Glæsilegur stigi sem annars hefði lent á brotajárnshaug.