FLUGDAGUR 2018

Árlegur Flugdagur Flugsafns Íslands verður haldinn laugardaginn 23. júní næstkomandi á Akureyrarflugvelli. Að vanda verður boðið upp á flugatriði af ýmsum toga. Litlar flugvélar, stórar flugvélar og margt annað muna fljúga yfir Akureyrarflugvelli þennan dag. Einnig má búast við erlendum stórum flugvélum sem ekki hafa sést á Flugdegi áður. 

Svæðið verður opnað kl: 13:00 og flugatriði hefjast kl: 14:00 og verður flogið til kl: 16:00.  Allir velkomnir.