Flugdagurinn verður haldinn laugardaginn 19. júní kl. 13-16.
Dagskrá Flugdagsins:

Kl. 13-14: Hollvinir safnsins leiða gesti um safnið og segja frá ýmsu sem fyrir augu ber.

Kl. 14: Flugsýning hefst.

Félagar í Flugmódelfélaginu sýna listilega smíðuð flugmódel í safninu.

Kynning á flugnámi frá Flugskóla Akureyrar.

Kynning á flugnámi frá Flugakademíu Íslands.

Flugbúðin - verslun safnsins verður á sínum stað með mikið og fjölbreytt úrval fyrir alla flugáhugamenn.

Veitingar seldar á staðnum.

Á útisvæðinu verða ýmsar flugvélar til sýnis auk þess sem félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar munu sýna vel valda fornbíla á svæðinu.
Aðgangseyrir: 1000 kr. fyrir 13 ára og eldri.
Hlökkum til að sjá ykkur!