Aðalfundur Arnarins - Hollvinafélags Flugsafns Íslands verður haldinn í Flugsafninu laugardaginn 4. september n.k. kl 16.
Þetta er vitaskuld háð því að samkomutakmarkanir færist ekki til verri vegar en nú er, en eins og hollvinum er kunnugt hefur tvisvar áður þurft að fresta aðalfundi vegna heimsfaraldursins. Nú vonum við að allt sé þegar þrennt er, en fundargestir eru minntir á grímuskyldu ef ekki er unnt að halda a.m.k. eins meters fjarlægð milli manna.
Venjuleg aðalfundarstörf, kaffi og með því. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin