Lög Arnarins

Lög Arnarins - Hollvinafélags Flugsafns Íslands

 

Nafn: 

Félagið heitir Örninn - Hollvinafélag Flugsafns Íslands.  Með heimili og varnarþing á Akureyri.

 Markmið:

Markmið félagsins er:

a)    Að vera stjórn Flugsafnsins á hverjum tíma innan handar við þróun og stefnumótun til framtíðar.

b)    Að standa vörð um varðveislu flugsögu og flugminja á Íslandi í samstarfi við stjórn Flugsafnsins.

c)    Að standa að verkefnum er varða safnið og annað er stjórn félagsins metur mikilvægt á hverjum tíma.

d)    Að eiga samstarf við önnur áhugamannafélög, bæði innlend og erlend, sem starfa að varðveislu flugsögu og flugminja

 Ennfremur mun Hollvinafélagið stuðla að kynningu á Flugsafninu og verkefnum þess út á við (almannatengsl) t.d. með útgáfu fréttabréfs.

 

Innganga í félagið:

Innganga í félagið er öllum heimil.

 Stjórn:

Stjórn félagsins skipa þrír menn auk tveggja varamanna og skulu þeir kosnir á aðalfundi. 

 Aðalfundur:

Aðalfundur skal haldinn fyrir 30. apríl ár hvert og skal til hans boðað með minnst tveggja vikna  fyrirvara með auglýsingu eða tölvupósti.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

    1. Kosning fundarstjóra.  Skipun ritara.
    2. Skýrsla stjórnar.
    3. Reikningar lagðir fram.
    4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga.
    5. Lagabreytingar.
    6. Kosning stjórnar..
    7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins varamanns.
    8. Önnur mál.

 Atkvæðaréttur:

Atkvæðarétt á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagsmenn.

 Félagsgjöld:

Félagsgjöld/Árgjöld eru ákveðin á aðalfundi. Árgjöld geta verið flokkaskipt eftir því sem aðalfundur ákveður.

 Lagabreytingar:

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf til þess samþykki minnst 2/3 fundarmanna.  Tillögur um lagabreytingar skulu liggja frammi við upphaf aðalfundar.

 Lögmæti aðalfundar:

Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

  Félagsslit:

Hætti félagið starfsemi eða það lagt niður renna eigur þess til Flugsafns Íslands þar til annað sambærilegt félag hefur verið stofnað.

 

Samþykkt á framhaldsstofnfundi haldin í Flugsafni Íslands þann 4. maí 2013.