TF-SUX Klemm L.25eVIIR

TF-SUX Klemm L.25eVIIR

  • TF-SUX Klemm L.25eVIIR
Árgerð/Year of mfr.:
1934
Raðnúmer/Constr. number:
847
Vænghaf/Wingspan:
13,0 m
Lengd/Length:
7,78 m.
Hámarksþungi/Max. weight:
750 kg.
Hreyfill/Engine:
80 ha. Hirth HM-60R-2
Hámarkshraði/Max speed:
140 km./klst
Sætafjöld/Number of seats:
2
Eigandi/Owner:
Flugmálafélag Íslands (Iceland Aero Club)
Fyrri skrásetningar/Previous I.D.:
D-ESUX

“Klemminn” kom til landsins árið 1938 með þýska svifflugleiðangrinum sem fenginn var hingað fyrir atbeina Agnars Kofoed-Hansen. Vélin varð eftir hér og var á næstu árum notuð til að kanna mögulega lendingarstaði flugvéla um allt land. Ennfremur var TF-SUX notuð til farþega-, póst- og sjúkraflugs sem og til síldarleitar. Árið 1940 var TF-SUX tekin úr notkun þegar hreyfill hennar bilaði. Ekki reyndist unnt að fá nýan hreyfil til landsins vegna ófriðarins í Evrópu. Vélin var í geymslu í mörg ár uns Gísli Sigurðsson flugvélasmiður var fengin til að sjá um endursmíði hennar. Endursmíði vélarinnar lauk árið 1978. TF-SUX flaug síðast árið 1982 undir stjórn Agnar Kofoed-Hansen.

The Klemm D-ESUX was brought to Iceland in 1938 with a German sailplane expedition that came here at the request of Agnar Kofoed-Hansen. It was soon registered in Iceland and in the next two years was used for exploring possible landing sites throughout the country. The aircarft was also used for passenger, mail, and ambulance flights as well as on herring spotting off the North Coast. In 1940 the TF-SUX was taken out of use after an engine problem. A new engine was ordered but the spread of war on the Continent prevented its delivery. The airplane was stored for many years until Gísli Sigurðsson was given the task of rebuilding it. The rebuild was completed in 1978. TF-SUX was last flown in 1982 by Agnar Kofoed-Hansen.