TF-SYN Fokker F-27-200 Friendship

TF-SYN Fokker F-27-200 Friendship

  • TF-SYN Fokker F-27-200 Friendship
  • TF-SYN Fokker F-27-200 Friendship

Þessi flugvél var smíðuð fyrir Landhelgisgæslu Íslands hjá Fokker í Hollandi 1976. Hún var önnur flugvél LHG af þessari tegund. Fyrri vélina, TF-SYR, keypti LHG notaða frá Japan 1972. TF SYR kom í stað Douglas C-45 Skymaster við leitar-og björgunarflug og fiskveiðieftirlit. TF-SYN var tekin úr notkun sumarið 2009 við komu Bombardier 8Q-300 vélarinnar TF-SIF sem fékk sína skráningu frá Dauphin 2-þyrlu LHG,  sem einnig er til sýnis í Flugsafninu. TF- SYN er hönnuð til langflugs. Í henni er meiri fjarskipta-og staðsetningabúnaður en almennt gerist í sambærilegum flugvélum, auk fullkomins björgunarbúnaðar. 

Fokker F-27 Friendskip vélar voru fyrst teknar í notkun á Íslandi 1965 og þjónuðu í innanlandsflugi til 1992 þegar Fokker-50 tók við.