Þristavinur frá Færeyjum
Þessi kappi heitir Finn Jespersen og bankaði uppá í Flugsafninu 1. september. Hann var að koma með ferjunni frá Færeyjum daginn áður. Maðurinn var skemmtilegur og hafði mikinn áhuga á flugi. Enda er hann meðlimur í Þristavinafélaginu í Danmörku. Hann var keyrandi á dönsku Nimbus-hjóli árgerð 1945. Hann á tvö önnur mótorhjól sem eru eldri an það. Hjólið vakti verðskuldaða athygli gesta sem komu og sáu það. Planið er að ferðast um landið í viku og ætlar hann meðal annars yfir Kjöl. Finn segir að það geri hann til að skáka vini sínum sem fór yfir Kjöl á sínu hjóli sem er árgerð 1946. Finn er starfsmaður Samskipa í Færeyjum.
Stop slideshowStart slideshowRefreshClose window
Rating: 0 / 0 vote  
  Only registered and logged in user can rate this image