Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Historical articles
MILITARY AVIATION IN ICELAND IN THE SECOND WORLD WAR PDF Print E-mail
The WW2 years
Great changes in society in Iceland resulted from the Second World War. Iceland was occupied by British forces in the wee hours of 10th May 1940. The British occupation forces soon commenced construction of a military airfield at Kaldaðarnes near Selfoss in the south of Iceland. Construction work on the airfield in Reykjavík started shortly after. Other airfield and landing areas followed.

In the coming weeks and months we will be adding pages relating to the Allied air units that were based in Iceland during the War. These pages will be covering the different squadrons and units that were based here, their aircraft and bases.

A special exhibit covering Fairey Battle P2330 of No.98 Squadron R.A.F., that was lost near Akureyri with 4 crew members on 26th May 1941, is on display in the Icelandic Aviation Museum.
FB00 0070

A description of the search and discovery of the wreck of P2330 can be found on the Fairey Battle Bomber page

 
Fairey Battle Bomber PDF Print E-mail
The WW2 years

Heimsstyrjöldin síðari á Íslandi

Fairey Battle P2330
No. 98 Squadron
Royal Air Force

Fairey Battle flugvélin var hönnuð og smíðuð á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina fyrir RAF, Breska flugherinni, og var hún fyrsta flugvélin í flugflota þeirra sem var nánast öllu smíðuð úr málmi.

Við upphaf styrjaldarinnar var Fairey Battle send til orrustu í Frakklandi og reyndist þar aldeilis úrelt, var það fyrst  og fremst vegan þess hve hægfleyg hún var og hve illa vopnum hún var búinn. RAF tók hana úr fremstu víglínu og sendi flugsveitinar sem eftir voru  til Bretlands og síðan áfram til samveldislandanna, eins og t.d. Kanada og Ástralíu , þar sem Fairey Battle var helst notuð til að þjálf flugmenn.

Til Íslands var ein flugsveit send sem í voru 18 Fairey Battle flugvélar , og komu þær til landsins 27. ágúst 1940. Hlutverk flugsveitarinnar varð að verjast flugvélum Þjóðverja sem gætu reynt að gera árásir á landið, auk eftirlits hlutverks.

Þessi flugvél var notuð hér á landi til m.a. að leita að orrustuskipinu Bismark er það silgdi norður fyrir Ísland, t.d. var flugmaðurinn Arthur Round í leitarflugi dagana áður en hann fórst suður með allri suðurströnd landsins og austur fyrir landið allt norður í haf, norður af Langanesi, en án árangust.

Forsaga þessa slyss er að 13 maí 1941 fóru nokkrar Fairey Battle flugvélar frá Kaldaðarnesi, við Selfoss í hópflugi til Akueyrar með General Curtis, sem var nýr fyrirmaður heraflans hér á landi. Eftir lendinga á Melgerðismelum í Eyjafirði var mannskapnum ekið til Akureyrar á opnum herjeppum. Á þeirri leið voru margar beygjur og þröngar brýr á þeim tíma og valt einn herbílanna með þeim afleiðingum að nokkrir af flugliðunum slösuðust og meiddust, eingin þá alvarlega. Voru þeir sem meiddust fluttir á spítalaskipið Leinster sem þá lá við Akureyrarhöfn.

 

RAF Kaldaðarnes.
Stundum var erfitt að athafna sig í gljúpum jarðveginum á Kaldaðarnesi.
Fairey Battle.
Fairey Battle 98. flugsveitar kemur inn til lendingar á Kaldaðarnesi.


Battle flugsveitin.
Hópmynd af liðsmönnum 98. flugsveitar konunglega breska flughersins (R.A.F.) tekin eftir komuna til Kaldaðarness.
RAF Melgerðismelar.
Flugvöllurinn að Melgerðismelum í Eyjafirði.

Það var síðan 26. maí 1941 sem þessi flugvél og Arthur Round flugmaður hennar fóru í þessa afdrifaríku ferð til að sækja félaga sína, og koma þeim suður á Kaldaðanes.

Arthur Round hóf sig á loft frá Kaldaðarnesi að morgni þess 26., og flug sem leið lág norður til Eyjafjarðar og komst með því að fljúga alveg niður við jörð niður í Eyjafjörð og lenda á Melgerðismelum um hádegisbil, með honum í þessari ferð var Reginald Hopkins. Þeir stoppuðu stutta stund án þess að drepa á mótornum, rétt til að tveir félagar þeirra gætu hoppað um borð, það voru þeir Keith Garret og Henry Talbot.

Flugvélin hóf sig á loft til norðurs og flaug út fjörðinn allt til Akureyrar þar sem hún tók til við að hringa sig upp í ský. Þetta er gert til að ná hæð á þekktum stað, síðan er hæðinni er náð er kompásstefna notuð til að fljúga rétta leið til Kaldaðarnes.

Aldrei verður hægt að segja til um það með fullvissu hver orsök flugslyssins var, en hægt er að geta í eiðurnar, t.d. sést á staðsetningu flaksins að vélin var á réttri flugstefnu, svo hann var ekki að villast. Á brotlendingarstefnu flaksins sést að flugmaðurinn hefur verið í nauðbeygju til hægri er hún skall í jörðina. Ekkert af því sem fundist hefur getur greint frá því hvað gerðist nánar.

 

Arthur Round.
Flying Officer
Arthur Round.
Reginald Hopkins.
Flight Sgt.
Reginald Hopkins.
Keith Garret.
Flight Sgt.

Keith Garret.

John Talbot.
Pilot Officer
Henry Talbot.

Árið 1980 fór Hörður Geirsson að leita að þessari týndu flugvél sem enginn vissi á Íslandi að hefði fundist dagana á eftir slysið. Eftir samtöl við marga einstaklinga  sem voru kunnugir á svæðinu hóf Hörður fyrstu leit sína,sem stóð yfir í viku. Leitaði hann  í dölunum á móts við Bakkasel í Öxnadal en fann ekkert. Aðalástæðan var sú, að hann fór of snemm sumars og að jöklar á Íslandi voru í sögulegu hámarki á þessum tíma. Hann fór fjölmargar ferðir á næstu áratugum en það var síðan árið 1999 að félagi Harðar Friðþór Eydal var að safna efni í stríðsárabók sína í Public Record Office í London að kona Friðþórs Hrefna Kristjánsdóttir fann í skjalabunka skýrslu leitarflokksins er fann vélina í lok maí 1941. Þar með var kominn staðsetning á flakinu og þá var bara að bíða haustsins, og fannst brotlendingarstaður vélarinnar 21. ágúst 1999. Þeir sem fundu vélina voru Arnar Össur Harðarson, Örn Arnarsson, Skúli Árnason og Hörður Geirsson.

Farnir hafa verið fjölmargir leiðangrar upp að flakinu til að hreinsa það sem jökullinn skilar á hverju ári. Þeirra stærstir eru leiðangrar í samvinnu Björgunarsveitarinnar Súlur og RAF Mountain Rescue Service sem farnir voru árin 2000, 2001 og 2004.

Aðstæður á staðnum eru þannig að ekki er hægt að koma neinum tækjum öðrum en þyrlum á haustinn og síðan snjósleðum og snjóbílum síðla vetrar, til þess að ná niður flakinu.

Á því svæði sem brakið er að koma upp er mikill vetrarsnjór allt árið um kring nema á heitustu haustum, sem dæmi má nefna að jökullinn kom ekki í ljós árið 2005, svo engu varð bjargað það árið. Árin á undan hefur jökullin hörfað um einn til tvo metra á ári.

Tilurð þessarar umfjöllunar og sérsýningar í Flugsafni Íslands er sú að flugvél af gerðinni Fairey Battle fórst á stíðsárunum í fjallgarðinum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar og fannst um 60 árum síðar af Herði Geirssyni á Akureyri.

 


Fairey Battle-flugvélin P2330 og áhöfn var týnd og tröllum gefin í nærri sex áratugi. Það er aðeins vegna áhuga og þrautseigu Harðar Geirssonar að flakið fannst aftur eftir allan þennan tíma. As a result of these efforts it was possible to remove the remains of the four airmen for burial in the British Military Cemetary in the Fossvogur Cemetary in Reykjavík. Munir sem fundust við flak P2330 eru núna hluti af sýningu í Flugsafni Íslands sem heiðrar minningu flugliðana fjögurra.

Hörður Geirsson.

Location.
Björgunarsveitin 2000.Björgunarsveitin 2001.Bj0rgunarsveitin 2004.
Hópmyndir af leiðangrum Björgunarsveitarinnar Súlur og RAF Mountain Rescue Service sem farnar voru að flaki Fairey Battle vélarinnar árin 2001, 2003 og 2004.
 
Nefið á Gullfaxa PDF Print E-mail
After WW2 to the year 1980
There are no translations available.

Hér eru þrjár myndir af nefi "Gullfaxa", Boeing 727-108C, framl.númer 19503, TF-FIE/TF-FLH/N727TG/N936UP, eins og það leit út þegar búið er að skera það frá búk vélarinnar. Þetta er nefið sem Flugsafn Íslands hefur fengið til varðveislu. Á myndunum vantar fremsta hluta nefsins, en það kom í sér kassa. Ljósmyndari er Harry Coffie frá Stewart Industries. Neðst er mynd sem tekin var skömmu áður en byrjað var að skera stjórnklefan frá (mynd PPJ).

Cockpit section, Boeing 727 msn 19503. Foto -c- Harry Coffie.
No nose Boeing. Foto -c- Harry Coffie.
Nose B727 19503. Foto -c- Harry Coffie.
dig29042008_0028
 
Gamlir vinir PDF Print E-mail
After WW2 to the year 1980
There are no translations available.

 

Með hjálp góðra manna hefur tekist að festa kaup á stjórnklefa Boeing 727-108C Flugfélags Íslands, TF-FIE, fyrir hönd Flugsafns Íslands á Akureyri. Þessi flugvél var fyrsta þotan í eigu Íslendinga og markaði tímamót í íslenskri flugsögu þegar hún kom til landsins þann 24. júní árið 1967. Hún var í notkun hérlendis á vegum Flugfélagsins og síðar Flugleiða fram í ársbyrjun 1985. Í september árið 1979 fékk vélin einkennisstafina TF-FLH til samræmis við aðrar flugvélar Flugleiða sem nú báru allar einkennisstafi í "FL-" seríunni. Hún var í eigu Flugleiða þar til í janúar árið 1984 að TF-FLH var seld fyrirtækinu TAG Leasing í Bandaríkjunum, en var leigð svo af þvi fyrirtæki fram til febrúar 1985. Var vélin þá afskráð á Íslandi og fékk einkennisstafina N727TG. Hún var síðar seld UPS pakkaflutningafyrirtækinu og var endurskráð N936UP. UPS átti um 40 Boeing 727-100 flugvélar sem allar fengu "andlitslyftingu" sem m.a. fólst í því að skipt var um hreyfla og mælitæki í flugstjórnarklefanum. N936UP var í notkun hjá UPS þar til að henni var lagt í Roswell í Nýju Mexikó þann 24. júli árið 2007. Heildarflugtími vélarinnar þegar var tekin úr notkun var 48.581 klukkustund og heildarhreyfingar 31.647. Í lok aprílmánaðar 2008 fóru Hafþór Hafsteinsson og Pétur P. Johnson utan til að fylgjast með því þegar flugstjórnarklefi "Gullfaxa" var skorinn frá búk vélarinnar. Klefinn var síðan fluttur á lágvagni frá Nýju Mexikó til Richmond í Virginíu þaðan sem Eimskip flutti hann heim til Íslands. Eftir langt ferðalag var klefinn svo kom kominn inn á gólf Flugsafnsins þann 24.júlí 2008, en þá var liðið eitt ár upp á dag frá því að N936UP var lagt í Roswell. Það er hinsvegar margt sem á eftir að gera við stjórnklefann áður en hann verður sýningarhæfur, en stefnt er að því að hann verði afhjúpaður við hátíðlegt tækifæri þann 1.nóvember n.k..

Á þessari síðu eru nokkrar myndir sem Pétur P. Johnson tók í eyðimörkinni í Roswell í Nýju Mexíkó í lok apríl 2008. á flugvellinum í Roswell kennir margra grasa, en það sem mest vekur áhuga okkar Íslendinga eru þrjár flugvélar sem voru þar á vellinum;

Boeing 727-108C, raðnúmer 19503, TF-FIE,
Boeing 727-185C, raðnúmer 19826, TF-FIA,
Douglas DC-8-63CF, raðnúmer 45936, N8631/TF-FLB

Allt eru þetta flugvélar sem gengdu mikilvægu hlutverki á atvinnuflugsögu Íslands á árunum 1967 og fram til 1990.

Það hafa ýmsir aðilar lagt hönd á plóginn við að koma stjórnklefa Gullfaxa heim til Íslands. Fremstir í flokki eru Icelandair, Hafþór Hafsteinsson og Eimskipafélag Íslands. Er þeim og öðrum sem hafa komið að þessu verkefni færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag og stuðning við Flugsafn Íslands.

 

Hafþór Hafsteinsson við Boeing 727-108C ex TF-FIE. Foto Pétur P. Johnson. Boeing 727-108C ex TF-FIE í Roswell, NM. Foto Pétur P. Johnson.
Hafþór Hafsteinsson fyrir framan Boeing 727-108C raðnúmer 19503, N936UP. áður TF-FIE. Foto © Pétur P. Johnson. Fyrsta þota Íslendinga, Boeing 727-108C, TF-FIE, "Gullfaxi"
bíður þess að verða rifin. Foto © Pétur P. Johnson.
Númeraplata Það fer lítið fyrir innréttingunum fínu sem eitt sinn prýddu farþegaklefa
Númeraplata Boeing 727-108C raðnumer 19503.
Foto © Pétur P. Johnson.
Það er fátt sem minnir á það að þessi flugvél var eitt sinn
stolt íslenska flugflotans. Foto © Pétur P. Johnson.
Það er erfitt að komast frammí. Foto Pétur P. Johnson. FIE_interior3_0029
Hvar eru fínu innréttingarnar sem voru eitt sinn hér.
Foto © Pétur P. Johnson.
Horft aftur eftir farþegaklefa "Gullfaxa".
Foto © Pétur P. Johnson.
Hafþór í vinnstra sætinu á Gulfaxa. Foto Pétur P. Johnson.
Það er langt síðan að Íslendingur settist í vinstra sætinu á
þessari flugvél. Foto © Pétur P. Johnson.
Það gengu margir íslenskir farþegar um þessa stiga hér á árum áður. Foto © Pétur P. Johnson.
Skurðvélin er tilbúin til atlögu við Skurðurinn er hafinn. Foto Pétur P. Johnson.

Síðasta myndin af TF-FIE áður en skurðurinn hófst.
Foto © Pétur P. Johnson.

Byrjað að skera!
Foto © Pétur P. Johnson.
Gullfaxi skorinn! Foto Pétur P. Johnson.
Hér sést vel hvar vélin er skorin fyrir aftan farþegahurðina.
Foto © Pétur P. Johnson.
"Sólfaxi", Boeing 727-185C, TF-FIA og síðar TF-FLG.
Foto © Pétur P. Johnson.
Douglas DC-8-63CF áður TF-FLB í Roswell, NM. Foto Pétur P. Johnson.
Boeing 727-185C, N940UP var áður TF-FIA Flugfélags Íslands, "Sólfaxi" og var síðar skráð TF-FLG. Þessi flugvél var í notkun Flugfélagsins og síðar Flugleiða frá 1971 til 1990.
Foto © Pétur P. Johnson.
Douglas DC-8-63CF N8631/TF-FLB, "Snorri Þorfinnsson",
þjónaði á flugleiðum Loftleiða og síðar Flugleiða frá 1970 og
fram til ársins 1984.
Foto © Pétur P. Johnson.
 
Myndir frá Sandskeiði og Reykjavíkurflugvelli 1946 PDF Print E-mail
The WW2 years

Gamlar ljósmyndir


Sandskeið.


Nýlega bárust safninu gamlar ljósmyndir frá Danmörku sem teknar voru á Sandskeiði og Reykjavíkurflugvelli árið 1946. Ljósmyndarinn var Danskur svifflugmaður, Ivar Jensen að nafni. Myndirnar bárust safninu frá Niels Ebbe Gjørup, stjórnarmanni í dönsku svifflugsamtökunum, Dansk Svæveflyvehistorisk Klub.
Á þessari síðu birtum við myndir sem Ivar Jensen tók á Sandskeiði. Hann tók einnig nokkrar myndir á Reykjavíkurflugvelli og eru þær að finna hér: Myndir Ivars Jensen frá Reykjavíkurflugvelli 1946.


Laister Kaufmann TG-4A TF-SAB á Reykjavíkurflugvelli 1946.

Nýlega bárust safninu gamlar ljósmyndir frá Danmörku sem teknar voru á Sandskeiði og Reykjavíkurflugvelli árið 1946. Ljósmyndarinn var Danskur svifflugmaður, Ivar Jensen að nafni. Myndirnar bárust safninu frá Niels Ebbe Gjørup, stjórnarmanni í dönsku svifflugsamtökunum, Dansk Svæveflyvehistorisk Klub.
Á þessari síðu birtum við myndir sem Ivar Jensen tók á Reykjavíkurflugvelli. Hann tók einnig nokkrar myndir á Sandskeiði og eru þær að finna hér: Myndir Ivars Jensen frá Sandskeiði 1946.

TF-SAB Laister Kaufmann TG-4A. Björn Jónsson í Laister Kaufmann TG-4A TF-SAB árið 1946.
TF-SAB. Pratt Read LNE-1 TF-SAD og TF-SAE.
Pratt Read LNE-1. Pratt Read LNE-1.
Pratt Read LNE-1. Norseman og C-47 Dakota BIRK 1946.
Norseman á Skerjafirði árið 1946. Grumman Goose TF-RVA.
 
The first passenger and mail flight in Iceland PDF Print E-mail
Before WW2

4. júní 1928 - Reykjavík - Ísafjörður - Siglufjörður - Akureyri.

The first passenger and mail flight in Iceland was made on the 4th June 1928. This first flight flew from Reykjavík to Akureyri with stops at Ísafjörður and Siglufjörður. The total flying time was about 4 hours and 45 minutes. The aircraft was a Junkers F.13, which bore the registration D-463. In Iceland it was given the name "Súlan". The pilot on this flight was Fritz Simon.

Reglulegt farþegaflug innanlands hófst svo viku síðar, eða þann 11. júní 1928. Fyrsta starfsárið, 1928, flutti “Súlan”, Junkers F.13 flugvél Flugfjelags Íslands h/f. alls um 500 farþega og 865 kg. af pósti og vörum og flaug vélin samtals um 26.000 km vegalengd og hafði viðkomu á 25 stöðum á landinu. Starfsemi Flugfjelagsins árið 1928 stóð frá því 31. mái og fram til 6. september.

Junkers F.13 D-463 á Akureyri 4 júní 1928.
Fritz Simon flugmaður.
Otto Wind flugvélavirki.
Richard Walter flugrekstrarstjóri Flugfjelags Íslands nr.2.
Fritz Simon
pilot
Otto Wind
engineer
Richard Walter
chief pilot

 


Fyrsta farþega- og póstflugið
departure arrival flying time
REYKJAVÍK 09:30
ÍSAFJÖRÐUR 12:00 2 hrs 30 min.
ÍSAFJÖRÐUR 16:00
SIGLUFJÖRÐUR 17:45 1 hrs 45 min.
SIGLUFJÖRÐUR 18:45
AKUREYRI 19:15 30 min.
Junkers F.13 D-463 á Akureyri 4. júní 1928.

Junkers F.13
D-463

framleiðslunúmer: 764
Engine: 6 cyl Junkers L-2, 230 ha. at 1550 rpm.
Wingspan: 17,75 m.
Length: 9,60 m.
Crew: 2 (pilot and engineer).
Passengers: 4

Fyrsta flug Junkers F.13 var farið 25. júní árið 1919.
Síðasta Junkers F.13 kom af framleiðslulínunni árið 1932.
Fyrsta farþegaflugvélin sem smíðuð var að öllu leyti úr málmi (Duralumin).
Frysta farþegaflugvélin með sjálfberandi væng.
Alls voru framleiddar 322 flugvélar af gerðinni F.13 í um 60 útgáfum.
Junkers F.13 voru í notkun í meira en 30 löndum í sex heimsálfum.