Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Fréttir frá Flugsafni Íslands
Almennar fréttir af Flugsafni Íslands

ÖRNINN fær fullt afl. Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Waco_fr_mtor_005b

Þá er komið að því! WACO-inn var dreginn á verkstæði til að fá stjörnumótorinn í nefið. Vélin kom mótorlaus til landsins því hann var tekinn "upp" í Bandaríkjunum. Nú er hann kominn heim og Helgi Stefánsson flugvirki ætlar að koma honum á sinn stað á næstu dögum. Hver veit nema WACO-inn sjáist á lofti yfir Akureyri fljótlega. Það væri ekki amarlegt að sjá slíka vél fljúgandi, því hún er eins og fyrsta flugvélin sem Flugfélag Akureyrar,síðar Flugfélag íslands, keypti með góðri aðstoð Kaupfélags Eyfirðinga1937.

 

 

 

 

 
Horfin starfsstétt Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Copy_of_Siglingarfrdingar

Arngrímur Jóhannsson flugstjóri, Guðlaugur Helgason flugstjóri, Jón Óttar Ólafsson siglingafræðingur, Magnús Ágústsson siglingafræðingur, Þorkell Jóhannsson siglingafræðingur, Höskuldur Elíasson siglingafræðingur og Hallgímur Jónsson flugstjóri.

 

Tekið var á móti mönnum úr fluggeiranum sem tilheyrðu starfsstétt sem nú er horfin. Fjörir eldri loftsiglingafræðingar komu í Flugsafnið þar sem Arngrímur Jóhannsson tók á móti þeim. Stétt loftsiglingafræðinga tilheyrði  m.a. áhöfnum á farþegavélum af gerðinni DC-4, DC-6, CL-44 og DC-8. Eftir það breyttist tæknin og þurfti ekki lengur á þeim að halda. Sumir þeirra lærðu þá að fljúga og og hófu flugmannsferil. Þar á meðal er Arngrímur Jóhannsson (lengst til vinstri og Hallgrímur Jónsson lengst til hægri.) Með þeim á myndinni er Guðlaugur Helgason flugstjóri. Hinir eru Loftsiglingafræðingar sem störfuðu hjá Loftleiðum á áðurnefndum flugvélum.  Í Safninu var settur upp bás til að sýna vinnuaðstöðu og tæki sem tilheyrðu starfi þessara manna.

 

 

 

 
Flugleiðsögumenn Loftleiða Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
DC6_TF-LLA2

Fyrrverandi flugleiðsögumenn af DC-6 vélum Loftleiða verða hér í Flugsafninu á morgun, laugardaginn 16. júlí, frá kl. 14 til 16, til að kynna starf flugleiðsögumanna á sjötta og sjöunda áratugnum. Áhugamenn eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri og upplifa gamla tíma á Flugsafninu.
 

 

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 4 af 18