Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Fréttir frá Flugsafni Íslands
Almennar fréttir af Flugsafni Íslands

Innrétting Bretabraggans Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

018Innrétting Bretabraggans

Vinna við að klæða innan Bretabraggann gengur vel og verkinu miðar vel áfram.  Hér á myndinni er einn af hollvinum Flugsafnsins, Gestur Hjaltason, að pússa kanta á einni plötunni, sem síðan verður fest upp í loft braggans með listum og límd föst með kítti.  Það er óhætt að segja að innviðir braggans taki miklum stakkaskiptum við þetta. Nú er staðan þannig að nær alveg hefur verið lokið við að klæða þakið, búið er að glerja glugga á vesturhlið braggans og verið er að vinna við að klæða norðurvegginn svo hægt sé að ljúka við þakklæðninguna. 

 
Stofnun Hollvinafélags Flugsafns Íslands Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Myndir r safninu 001

Stofnun Hollvinafélags Flugsafnsins

Að kvöldi 29. september 2011 var Hollvinafélag Flugsafns Íslands stofnað í húsnæði safnsins á Akureyrarflugvelli.  Markmið félagsins er að styðja við starfsemi safnsins og efla tengsl þess við almenning. Á stofnfundinn mættu u. þ. b. 20 manns og síðan hafa nokkrir bæst í hópinn.  Þar var einnig skipuð undirbúningsnefnd, sem ýta á starfsemi félagsins úr vör.

Fyrsta verkefni hins nýstofnaða félags er að klæða innan Bretabragga, sem settur var upp í safninu, og stendur vinna við það yfir um þessar mundir.  Þar verður í framtíðinni hægt að tylla sér niður og fá sér kaffisopa og e. t. v. vöfflubita með.

 
Flugmerki og búningar. Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
IMG_1112a

Ágúst Bjarni Magnússon er tíu ára gamall og hefur mikinn áhuga á söfnun muna og merkja sem tengjast flugi og flugsögu. Áhugann hefur hann frá afa sínum, Þorsteini Einarssyni, sem hefur ólæknandi söfnunaráráttu. Þeir vinirnir gáfu Flugsafninu þessi merki sem 'Agúst Bjarni er með á myndinni, en hann hefur safnað þeim. Merkin tengjast öll flugsveitum og flugstarfsemi sem fram fór á Keflavíkurflugvelli. Einnig lánaði Þorsteinn safninu búninga frá breska hernum og þýska flughernum sem notaðir voru í seinni heimsstyrjöldinni. Merkjunum og búningunum verður komið fyrir á viðeigandi stað í safninu. 

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 3 af 18