Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Fréttir frá Flugsafni Íslands
Almennar fréttir af Flugsafni Íslands

Flughelgi Flugsafnsins verður haldin eftir Jónsmessu. Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Flughelgi Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli verður haldin dagana 25.-26. júní. Þessi flugsamkoma hefur verið haldin á hverju ári í 11 ár. Þeir sem til þekkja vita að um Flughelgina verður mikið flogið og mikið talað um flug. Allur flugfloti Akureyringa og góður hluti af flugflota annarra flugmanna verður væntanlega á svæðinu. það væri gott að heyra frá ykkur varðandi hugmyndir um atriði um Flughelgina. Við segjum nánar frá þessu þegar nær dregur.

Flugsafn

 
350 manns í Flugsafninu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
I_Flugsafninu2010Styrkhafarnir2010Útgerðarfyrirtækið Samherji á Akureyri hélt móttöku í Flugsafninu rétt fyrir áramótin. Þar afhenti fyrirtækið 75 milljónir króna til Íþróttafélaga og margra annarra félaga og samtaka á Eyjafjarðarsvæðinu. 350 gestir mættu til athafnarinnar þar sem boðið var upp á glæsilegar veitingar og tónlistarflutning. Þetta er í annað sinn sem Samherji heldur þessa hátíð í Flugsafninu.
 
Nú flýgur Örninn Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Waco Flugáhugafólk!

Nú er möguleiki á að eignast hlut í sögulegri flugvél. Í Flugsafni Íslands er WACO-YKS-7. Það er samskonar flugvél og var sú fyrsta sem keypt var til farþegaflugs á Íslandi. Flugfélag Akureyrar keypti hana 1937. Þessi vél er verður flughæf. Við viljum bjóða áhugafólki að eignast hlut í þessari merkilegu flugvél. Ef þú hefur flugpróf flýgur þú henni sjálfur. Ef þú gerist hluthafi en hefur ekki flugpróf, færðu einhvern meðeiganda með réttindi til að fljúg með þig og þína. Með þessu tengist þú merkilegri flugvél og ekki síður Flugsafninu, en þar mun vélin verða til sýnis. Hafið samband við Arngrím í síma 895-7704, eða Gest Einar í síma 896-3213.
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 10 af 18