Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Fréttir frá Flugsafni Íslands
Almennar fréttir af Flugsafni Íslands

FLUGHELGIN 2011 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Flugsafn

Árleg Flughelgi Flugsafns Íslands fer fram á Akureyrarflugvelli 25. og 26. júní. 25. er aðaldagur og 26. verður til vara. Veður hefur yfirleitt leikið við okkur um Flughelgina svo við vonum að það verði engin breyting þar á. Að vanda má búast við miklum fjölda flugmanna, flugvéla og gesta að Flugsafninu þessa daga. Gestur Einar í Flugsafninu og Gunnar Víðisson eru farnir að velda vöngum yfir atriðalistanum, umsóknum um leyfi o.fl. Ef þið hafið hugmyndir eruð þið beðin að láta þær koma. Við segjum nánar frá þessu þegar nær dregur.

 

 

 
Búðin í safninu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Bin_008

Í litlu flugbúðinni í Flugsafninu fæst ýmislegt sem heillar flugáhugafólk. Þar eigum við flugmódel af ýmsum gerðum, boli merkta safninu, Þristavinum og fleirum, húfur, bækur, könnur, vídeómyndir, merki, gömul FLUG-blöð og fleira. það er gaman að líta við og skoða.  Verið velkomin.

 

 

 

 

 
Hluti flugsögunnar hverfur. Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Copy_of_Norurflug_flytur_002

Hluti af flugsögu Akureyrar hvarf af flugvallasvæðinu 1. febrúar s.l. Þá var flutt burtu hús sem Tryggvi Helgason flugmaður byggði sem afgreiðslu og verkstæði fyrir sinn rekstur hjá Norðurflugi fljótt upp úr 1960. Þetta var ein fyrsta bygging á á núverandi svæði Akureyrarflugvallar. Svifflugfélag Akureyrar eignaðist húsið um vorið 1974 og notaði undir sína starfsemi lengi. Húsið hefur verið í einkaeign mörg síðustu ár og staðið ónotað að mestu. Það verðu nú flutt suður til Borgarfjarðar og mun þjóna sem vélageymsla.

 

 

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 9 af 18