Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Fréttir frá Flugsafni Íslands
Almennar fréttir af Flugsafni Íslands

Umhverfis jörðina Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Copy_of_Mynd0106

Umhverfis jörðina á Cessna-180

Þau voru á ferðalagi kringum jörðina á Cessnu 180, þau Thom Kane og vinkona hans Veronica Baird. Thom er fyrrverandi flugstjóri í Bandaríkjunum og var að láta gamlan draum rætast. Þau lögðu af stað frá Flórída fyrir fimm mánuðum og eru komin hingað. Þau komu við í flugsafninu til að skoða. Síðan er lokaleggurinn eftir til að loka hringnum og þá hefur draumurinn ræst. http://www.earthrounders.com/cgi/n6tk.php

 

 

 

 

 

 

 
Boeing 727-100 skorin úr lerki Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
IMG_1021

Boeing 727-100 skorin úr lerki. Þórarinn Sigvaldason tréskurðameistari afhenti Flugsafninu þetta módel í byrjun apríl. Þórarinn er mikill flugáhugamaður og hefur skorið svona stór módel af fleiri flugvélum. Þetta módel skar hann út 2008 og stóð það úti í garði hjá Þórarni og frú þar til það kom til safnsins.  

 

 

 

 

 
FLUGSAFNIÐ Á FACEBOOK Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 FLUGSAFNIÐ Á FACEBOOK. Þá er Flugsafnið komið á þessa heimsfrægu Facebook. Vonandi nást góð vinasambönd við flugáhugafólk víða að. Þar er hægt að ná í góðar upplýsingar, myndir og fleira. http://www.facebook.com/flugsafn

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 8 af 18