Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Fréttir frá Flugsafni Íslands
Almennar fréttir af Flugsafni Íslands

Flugsafnið í LANDANUM næsta sunnudag. Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
1446_N610LC_Remko20van20du20Bunt_02_565

Ragnhildur Thorlacius fréttamaður og Einar Rafnsson tökumaður frá Sjónvarpinu voru í vikunni hér á Flugvellinum á Akureyri til að taka upp efni fyrir hinn vinsæla þátt "LANDANN" sem sýndur er á sunnudögum. Þau skoðuðu Flugsafnið, töluðu við Arngrím Jóhannsson stjórnaformann og fóru í flug. Ragnhildur flaug með Arngrími í BEAVER sjóflugvélinni og með Birni Thoroddsen í tveggja manna PITTS listflugvél. Afraksturinn verður sýndur í Sjónvarpinu næsta sunnudag.

 

 
Safnadagur í Eyjafirði Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Flugsafnið tekur á móti gestum á eyfirska safnadeginum næsta laugardag þann 7. maí. Safnið er fullt af allskonar flugvélum og flugdóti sem er mjög spennandi fyrir alla sem hafa áhuga á flugi, og reyndar líka fyrir þá sem vita lítið um flug. Ef veður verður skaplegt verður einhverjar flugvélar dregnar út úr Safninu og þeim flogið. Flugsafnið verður opið frá kl: 11:00 til 17:00 á Safnadaginn.  Frítt inn á Safnið. Verið velkomin.
 
Styrkur frá Icelandair Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
IMG_1034

Safnið fær styrk frá Icelandair

Góður dagur fyrir Flugsafnið 29. apríl. Fulltrúar Icelandair komu norður og undirrituð styrktarsamnig við Flugsafn Íslands. Icelandair ætla að styrkja Safnið um 4 milljónir króna á ári næstu þrjú árin. Það þarf varla að taka það fram hvað þetta er Safninu mikils virði.

 

 

 

 

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 7 af 18