Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Fréttir frá Flugsafni Íslands
Almennar fréttir af Flugsafni Íslands

Skoðar Flugsafnið milli mjalta Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Copy_of_IMG_1060

Sigurður Gunnarsson bóndi á Hnappavöllum í Öræfum lét sig ekki muna um það. Hann kom keyrandi einn morguninn fyrir stuttu til að skoða Flugsafnið. Eftir að hafa skoða Safnið og skemmtilegt spjall, sagðist hann jafnvel ætla að skreppa til Siglufjarðar í gegnum nýju Héðinsfjarðargöngin. Síðan ætlaði hann að rúlla til baka heim í sveitina, því hann átti eftir að mjólka um kvöldið.

 

 

 

 

 
Hlutir úr SEXU Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Copy_of_IMG_1046

Runólfur Sigurðsson flugvélstjóri og flugmaður mætti með skemmtilega gamla hluti til Safnsins. Sjálfur er hann mikill aðdáandi gömlu SEXUNNAR DC-6B. Hann kom með "spinner" blöndung, ADF og VOR loftnet, fallega ljósmynd tekna úr Loftleiðasexu yfir Surstey 14. nóvember 1963. Þar sést þegar smáeyjarnar Jólnir og Syrtlingur mynduðust við Surstey.

 

 

 

 

 
Corsair til Safnsins. Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
IMG_1044b

Ný flugvél í Safnið. Flugsafnið hefur fest kaup á glæsilegri flugvél. Það er Corsair vél, en slíkar vélar voru mikið notaðar í síðari heimsstyrjöldinni og langt fram fram eftir síðustu öld. Nú hefur hún fengið nýtt hlutverk sem leikfang fyrir yngstu gesti safnsins.

 

 

 

 

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 6 af 18