Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Myndir úr gamla safninu PDF Print E-mail

MYNDIR ÚR GAMLA SAFNINU

Flugsafn Íslands var til húsa í flugskýli númer 7 á Akureyrarflugvelli frá 1999 til ársins 2007. Safnið, sem þá hét Flugsafnið á Akureyri, var opnað með formlegum hætti þann 24. júní árið 2000. Var þá haldin í fyrsta sinn svo kallað Flughelgi á vegum Flugsafnsins og fór þá jafnframt fram Íslandsmót Flugmálafélagsins í listflugi.

Hér fyrir neðan fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í gamla safninu. Þær sýna að þrátt fyrir þröngan húsakost hafi vel tekist til við að stilla upp flugvélum og munum úr íslenskri flugsögu þannig að það varð gestum til ánægju og yndisauka.

Farþegaflutningar með flugi innanlands hófust með flugi Flugfélags Íslands (nr.2) árið 1928. Félagið starfaði á árunum 1928 til 1931 og notaði flugvélar af gerðinni Junkers F.13 og W.33d. Ekki er vitað hver smíðaði þetta forláta módel af Junkers F.13 sem safninu áskotnaðist fyrir nokkrum árum,en myndin er tekin á Akureyri í júní árið 1928. Á loftinu í gamla flugsafninu voru mörg stór veggspjöld með ljósmyndum úr íslenskri flugsögu. Hér gefur að líta gamlir einkennisbúningar flugstjóra frá Flugfélagi Norðurlands. Hér má sjá Grunau IX rennifluguna, Rhönlerche II svifflugu TF-SBE, Evans VP-1 Volksplane, Auster V, Piper J-3C-65 TF-CUB og flugmodel af Robin R2160.
Hér má sjá Schweizer TG-3A svifflugu, Bensen Gyrocopter og leifar af Waco ZKS-7. Þetta er mælaborð úr Beechcraft C-45H. Það var ýmislegt sem fannst í flaki Fairey Battle flugvélarinnar P2330. Til vinstri sést hvernig eitt skrúfublaðið hefur bognað við áreksturinn þegar vélin rakst í jörðina. Sagt er frá örlögum vélarinnar og áhafnar hennar annarsstaðar á síðum safnsins. Það var ýmislegt sem fannst í flaki Fairey Battle flugvélarinnar P2330. Sagt er frá örlögum vélarinnar og áhafnar hennar annarsstaðar á síðum safnsins.
Grunau IX rennifluga, Rhönlerche II sviffluga og Stinson SRö7B Reliant. Grunau Baby TF-SBD sést hér á smíðaverkstæðið í gamla safninu. Hér eru ýmsir fornminjar flugsins á ferðinni. T.v. sést í Grunau Baby svifflugu en til hægri sjást leifar af húsi sem var utan um flugmanninn á Grunau IX renniflugu og gegndi því hlutverki að minnka loftviðnám. Þetta er hliðarstýri af EoN Olympia svifflugunni TF-SBB.
Í forgrunni á þessari mynd sést Piper J-3 Cub TF-CUB en úr loftinu hanga flugmódel af Bellanca Citabria og Piper Cub. Ennfremur sést hér sýningarsalurinn sem var á efri hæð gamla flugsafnsins. Nærmynd af Lycoming stjörnuhreyfli Stinson SR-7 Reliant. Fremst á gólfinu er Grunau IX rennifluga Svifflugfélags Akureyrar en fyrir ofan er Rhönlerche II TF-SBE. Á bak við sjást EoN Olympia TF-SBB og Schweizer TG-3A TF-SBA. Grunau IX renniflugan er fyrsta flugtæki Svifflugfélags Akureyrar. Hún er smíðuð árið 1937 og er enn í flughæfu ástandi.
Stinson SR-7B Reliant vél Flugsafnsins er af samkonar gerð og fyrsta flugvél Loftleiða. Flugsafnið á Akureyri hefur ávallt kappkostað að vera lifandi flugsafn. Þar eru iðulega til sýnis flugvélar sem eru í fullri notkun innan um safngripi sem hafa lokið þjónustu sína. Þessar flugvélar hafa allar verið heimilisfastar á Akureyri um margra áratuga skeið. Í sýningarsalnum á efri hæð gamla flugsafnsins.