Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Gamlir vinir Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Með hjálp góðra manna hefur tekist að festa kaup á stjórnklefa Boeing 727-108C Flugfélags Íslands, TF-FIE, fyrir hönd Flugsafns Íslands á Akureyri. Þessi flugvél var fyrsta þotan í eigu Íslendinga og markaði tímamót í íslenskri flugsögu þegar hún kom til landsins þann 24. júní árið 1967. Hún var í notkun hérlendis á vegum Flugfélagsins og síðar Flugleiða fram í ársbyrjun 1985. Í september árið 1979 fékk vélin einkennisstafina TF-FLH til samræmis við aðrar flugvélar Flugleiða sem nú báru allar einkennisstafi í "FL-" seríunni. Hún var í eigu Flugleiða þar til í janúar árið 1984 að TF-FLH var seld fyrirtækinu TAG Leasing í Bandaríkjunum, en var leigð svo af þvi fyrirtæki fram til febrúar 1985. Var vélin þá afskráð á Íslandi og fékk einkennisstafina N727TG. Hún var síðar seld UPS pakkaflutningafyrirtækinu og var endurskráð N936UP. UPS átti um 40 Boeing 727-100 flugvélar sem allar fengu "andlitslyftingu" sem m.a. fólst í því að skipt var um hreyfla og mælitæki í flugstjórnarklefanum. N936UP var í notkun hjá UPS þar til að henni var lagt í Roswell í Nýju Mexikó þann 24. júli árið 2007. Heildarflugtími vélarinnar þegar var tekin úr notkun var 48.581 klukkustund og heildarhreyfingar 31.647. Í lok aprílmánaðar 2008 fóru Hafþór Hafsteinsson og Pétur P. Johnson utan til að fylgjast með því þegar flugstjórnarklefi "Gullfaxa" var skorinn frá búk vélarinnar. Klefinn var síðan fluttur á lágvagni frá Nýju Mexikó til Richmond í Virginíu þaðan sem Eimskip flutti hann heim til Íslands. Eftir langt ferðalag var klefinn svo kom kominn inn á gólf Flugsafnsins þann 24.júlí 2008, en þá var liðið eitt ár upp á dag frá því að N936UP var lagt í Roswell. Það er hinsvegar margt sem á eftir að gera við stjórnklefann áður en hann verður sýningarhæfur, en stefnt er að því að hann verði afhjúpaður við hátíðlegt tækifæri þann 1.nóvember n.k..

Á þessari síðu eru nokkrar myndir sem Pétur P. Johnson tók í eyðimörkinni í Roswell í Nýju Mexíkó í lok apríl 2008. á flugvellinum í Roswell kennir margra grasa, en það sem mest vekur áhuga okkar Íslendinga eru þrjár flugvélar sem voru þar á vellinum;

Boeing 727-108C, raðnúmer 19503, TF-FIE,
Boeing 727-185C, raðnúmer 19826, TF-FIA,
Douglas DC-8-63CF, raðnúmer 45936, N8631/TF-FLB

Allt eru þetta flugvélar sem gengdu mikilvægu hlutverki á atvinnuflugsögu Íslands á árunum 1967 og fram til 1990.

Það hafa ýmsir aðilar lagt hönd á plóginn við að koma stjórnklefa Gullfaxa heim til Íslands. Fremstir í flokki eru Icelandair, Hafþór Hafsteinsson og Eimskipafélag Íslands. Er þeim og öðrum sem hafa komið að þessu verkefni færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag og stuðning við Flugsafn Íslands.

 

Hafþór Hafsteinsson við Boeing 727-108C ex TF-FIE. Foto Pétur P. Johnson. Boeing 727-108C ex TF-FIE í Roswell, NM. Foto Pétur P. Johnson.
Hafþór Hafsteinsson fyrir framan Boeing 727-108C raðnúmer 19503, N936UP. áður TF-FIE. Foto © Pétur P. Johnson. Fyrsta þota Íslendinga, Boeing 727-108C, TF-FIE, "Gullfaxi"
bíður þess að verða rifin. Foto © Pétur P. Johnson.
Númeraplata Það fer lítið fyrir innréttingunum fínu sem eitt sinn prýddu farþegaklefa
Númeraplata Boeing 727-108C raðnumer 19503.
Foto © Pétur P. Johnson.
Það er fátt sem minnir á það að þessi flugvél var eitt sinn
stolt íslenska flugflotans. Foto © Pétur P. Johnson.
Það er erfitt að komast frammí. Foto Pétur P. Johnson. FIE_interior3_0029
Hvar eru fínu innréttingarnar sem voru eitt sinn hér.
Foto © Pétur P. Johnson.
Horft aftur eftir farþegaklefa "Gullfaxa".
Foto © Pétur P. Johnson.
Hafþór í vinnstra sætinu á Gulfaxa. Foto Pétur P. Johnson.
Það er langt síðan að Íslendingur settist í vinstra sætinu á
þessari flugvél. Foto © Pétur P. Johnson.
Það gengu margir íslenskir farþegar um þessa stiga hér á árum áður. Foto © Pétur P. Johnson.
Skurðvélin er tilbúin til atlögu við Skurðurinn er hafinn. Foto Pétur P. Johnson.

Síðasta myndin af TF-FIE áður en skurðurinn hófst.
Foto © Pétur P. Johnson.

Byrjað að skera!
Foto © Pétur P. Johnson.
Gullfaxi skorinn! Foto Pétur P. Johnson.
Hér sést vel hvar vélin er skorin fyrir aftan farþegahurðina.
Foto © Pétur P. Johnson.
"Sólfaxi", Boeing 727-185C, TF-FIA og síðar TF-FLG.
Foto © Pétur P. Johnson.
Douglas DC-8-63CF áður TF-FLB í Roswell, NM. Foto Pétur P. Johnson.
Boeing 727-185C, N940UP var áður TF-FIA Flugfélags Íslands, "Sólfaxi" og var síðar skráð TF-FLG. Þessi flugvél var í notkun Flugfélagsins og síðar Flugleiða frá 1971 til 1990.
Foto © Pétur P. Johnson.
Douglas DC-8-63CF N8631/TF-FLB, "Snorri Þorfinnsson",
þjónaði á flugleiðum Loftleiða og síðar Flugleiða frá 1970 og
fram til ársins 1984.
Foto © Pétur P. Johnson.