Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Fyrsta farþega- og póstflugið á Íslandi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

4. júní 1928 - Reykjavík - Ísafjörður - Siglufjörður - Akureyri.

Fyrsta farþega- og póstflugið á Íslandi var farið þann 4. júní árið 1928. Flogið var frá Reykjavík til Akureyrar með viðkomu á Ísafirði og Siglufirði. Heildarflugtíminn í þessu fyrsta flugi var um 4 klukkustundir og 45 mínútur.  Farkosturinn var sjóflugvél af gerðinni Junkers F.13 sem bar einkennisstafina D-463. Henni var gefið nafnið “Súlan”. Flugvél þessi var í eigu þýska flugfélagsins Deutsche Luft Hansa og var leigð hingað til lands með áhöfnum og fylgdarliði af hinu nýstofnaði Flugfjelagi Íslands h/f. Flugmaður vélarinnar var Fritz Simon, einn af reyndari flugmönnum Deutsche Luft Hansa. Með honum í áhöfn var Otto Wind flugvélavirki. Farþegar í þessari fyrstu ferð voru dr. Alexander Jóhannesson framkvæmdastjóri Flugfjelagsins og Richard Walter rekstrarstjóri félagsins.

Reglulegt farþegaflug innanlands hófst svo viku síðar, eða þann 11. júní 1928. Fyrsta starfsárið, 1928, flutti “Súlan”, Junkers F.13 flugvél Flugfjelags Íslands h/f. alls um 500 farþega og 865 kg. af pósti og vörum og flaug vélin samtals um 26.000 km vegalengd og hafði viðkomu á 25 stöðum á landinu. Starfsemi Flugfjelagsins árið 1928 stóð frá því 31. mái og fram til 6. september.

Junkers F.13 D-463 á Akureyri 4 júní 1928.
Fritz Simon flugmaður.
Otto Wind flugvélavirki.
Richard Walter flugrekstrarstjóri Flugfjelags Íslands nr.2.
Fritz Simon
flugmaður
Otto Wind
flugvélavirki
Richard Walter
flugrekstrarstjóri

 


Fyrsta farþega- og póstflugið
brottför komutími flugtími
REYKJAVÍK 09:30
ÍSAFJÖRÐUR 12:00 2 klst 30 mín.
ÍSAFJÖRÐUR 16:00
SIGLUFJÖRÐUR 17:45 1 klst 45 mín.
SIGLUFJÖRÐUR 18:45
AKUREYRI 19:15 30 mín.
Junkers F.13 D-463 á Akureyri 4. júní 1928.

Junkers F.13
D-463

framleiðslunúmer: 764
hreyfill: 6 strokka Junkers L-2, 230 ha.miðað við 1550 snúningar per mínútu.
Vænghaf: 17,75 m.
Lengd: 9,60 m.
Áhöfn: 2 (flugmaður og flugvélavirki).
Farþegar: 4

Fyrsta flug Junkers F.13 var farið 25. júní árið 1919.
Síðasta Junkers F.13 kom af framleiðslulínunni árið 1932.
Fyrsta farþegaflugvélin sem smíðuð var að öllu leyti úr málmi (Duralumin).
Frysta farþegaflugvélin með sjálfberandi væng.
Alls voru framleiddar 322 flugvélar af gerðinni F.13 í um 60 útgáfum.
Junkers F.13 voru í notkun í meira en 30 löndum í sex heimsálfum.