Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Innrétting Bretabraggans Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

018Innrétting Bretabraggans

Vinna við að klæða innan Bretabraggann gengur vel og verkinu miðar vel áfram.  Hér á myndinni er einn af hollvinum Flugsafnsins, Gestur Hjaltason, að pússa kanta á einni plötunni, sem síðan verður fest upp í loft braggans með listum og límd föst með kítti.  Það er óhætt að segja að innviðir braggans taki miklum stakkaskiptum við þetta. Nú er staðan þannig að nær alveg hefur verið lokið við að klæða þakið, búið er að glerja glugga á vesturhlið braggans og verið er að vinna við að klæða norðurvegginn svo hægt sé að ljúka við þakklæðninguna.