Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Stofnun Hollvinafélags Flugsafns Íslands Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Myndir r safninu 001

Stofnun Hollvinafélags Flugsafnsins

Að kvöldi 29. september 2011 var Hollvinafélag Flugsafns Íslands stofnað í húsnæði safnsins á Akureyrarflugvelli.  Markmið félagsins er að styðja við starfsemi safnsins og efla tengsl þess við almenning. Á stofnfundinn mættu u. þ. b. 20 manns og síðan hafa nokkrir bæst í hópinn.  Þar var einnig skipuð undirbúningsnefnd, sem ýta á starfsemi félagsins úr vör.

Fyrsta verkefni hins nýstofnaða félags er að klæða innan Bretabragga, sem settur var upp í safninu, og stendur vinna við það yfir um þessar mundir.  Þar verður í framtíðinni hægt að tylla sér niður og fá sér kaffisopa og e. t. v. vöfflubita með.