Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Skoðar Flugsafnið milli mjalta Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Copy_of_IMG_1060

Sigurður Gunnarsson bóndi á Hnappavöllum í Öræfum lét sig ekki muna um það. Hann kom keyrandi einn morguninn fyrir stuttu til að skoða Flugsafnið. Eftir að hafa skoða Safnið og skemmtilegt spjall, sagðist hann jafnvel ætla að skreppa til Siglufjarðar í gegnum nýju Héðinsfjarðargöngin. Síðan ætlaði hann að rúlla til baka heim í sveitina, því hann átti eftir að mjólka um kvöldið.