Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Flugsafnið í LANDANUM næsta sunnudag. Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
1446_N610LC_Remko20van20du20Bunt_02_565

Ragnhildur Thorlacius fréttamaður og Einar Rafnsson tökumaður frá Sjónvarpinu voru í vikunni hér á Flugvellinum á Akureyri til að taka upp efni fyrir hinn vinsæla þátt "LANDANN" sem sýndur er á sunnudögum. Þau skoðuðu Flugsafnið, töluðu við Arngrím Jóhannsson stjórnaformann og fóru í flug. Ragnhildur flaug með Arngrími í BEAVER sjóflugvélinni og með Birni Thoroddsen í tveggja manna PITTS listflugvél. Afraksturinn verður sýndur í Sjónvarpinu næsta sunnudag.