Icelandic(IS)English (United Kingdom)

Opening Hours

The museum is open every day from 11:00 to 17:00 from 1st of June to 30th of September.

Visits to the museum can be made by prior arrangements.
461 4400 -  flugsafn@flugsafn.is

Video

IMG 7045SVANBJÖRN SIGURÐSSON LÁTINN.

Fyrsti framkvæmdastjóri Flugsafns Íslands, Svanbjörn Sigurðsson, er látinn. Með honum er genginn einn ötulasti og mest drífandi maður sem að stofnun og uppbyggingu Flugsafnsins vann. Svanbjörn sem var rafmagnstæknifræðingur starfaði lengi fyrir Rafveitu Akureyrar og vann síðustu starfsárin sín þar sem rafveitustjóri. Flugáhuginn fylgdi honum lengi, bæði í gegnum svifflug og vélflug. Hann smíðaði m.a. og gerði upp flugvélar með vinum sínum og félögum. Seint á tíunda áratugnum fór hann að vinna að stofnun flugsafns á Akureyri. Með dugnaði og eljusemi tókst honum og öðrum áhugamönnum að opna flugsafn í stóru flugskýli á Akureyrarflugvelli. Það var árið 1999. Fljótlega varð ljóst að það hús væri of lítið og byrjaði hann þá á því að útfæra viðbyggingu við safnið. Síðar kom í ljós að betra þótti að byggja nýtt hús frá grunni. Það er hús Flugsafns íslands í dag. Svanbjörn fylgdi eftir smíði Flugsafnsins frá fyrstu skóflustungu til síðustu málningarstroku og hélt síðan utan um reksturinn þar til hann lét af störfum. með Svanbirni er genginn maður sem á stóran sess í varðveislu flugsögu Íslands. Flugáhugamenn kveðja hann með virðingu. 

 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 6 of 20