Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Flugmerki og búningar. Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
IMG_1112a

Ágúst Bjarni Magnússon er tíu ára gamall og hefur mikinn áhuga á söfnun muna og merkja sem tengjast flugi og flugsögu. Áhugann hefur hann frá afa sínum, Þorsteini Einarssyni, sem hefur ólæknandi söfnunaráráttu. Þeir vinirnir gáfu Flugsafninu þessi merki sem 'Agúst Bjarni er með á myndinni, en hann hefur safnað þeim. Merkin tengjast öll flugsveitum og flugstarfsemi sem fram fór á Keflavíkurflugvelli. Einnig lánaði Þorsteinn safninu búninga frá breska hernum og þýska flughernum sem notaðir voru í seinni heimsstyrjöldinni. Merkjunum og búningunum verður komið fyrir á viðeigandi stað í safninu.