Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Horfin starfsstétt Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Copy_of_Siglingarfrdingar

Arngrímur Jóhannsson flugstjóri, Guðlaugur Helgason flugstjóri, Jón Óttar Ólafsson siglingafræðingur, Magnús Ágústsson siglingafræðingur, Þorkell Jóhannsson siglingafræðingur, Höskuldur Elíasson siglingafræðingur og Hallgímur Jónsson flugstjóri.

 

Tekið var á móti mönnum úr fluggeiranum sem tilheyrðu starfsstétt sem nú er horfin. Fjörir eldri loftsiglingafræðingar komu í Flugsafnið þar sem Arngrímur Jóhannsson tók á móti þeim. Stétt loftsiglingafræðinga tilheyrði  m.a. áhöfnum á farþegavélum af gerðinni DC-4, DC-6, CL-44 og DC-8. Eftir það breyttist tæknin og þurfti ekki lengur á þeim að halda. Sumir þeirra lærðu þá að fljúga og og hófu flugmannsferil. Þar á meðal er Arngrímur Jóhannsson (lengst til vinstri og Hallgrímur Jónsson lengst til hægri.) Með þeim á myndinni er Guðlaugur Helgason flugstjóri. Hinir eru Loftsiglingafræðingar sem störfuðu hjá Loftleiðum á áðurnefndum flugvélum.  Í Safninu var settur upp bás til að sýna vinnuaðstöðu og tæki sem tilheyrðu starfi þessara manna.